Eiginkona Kamil Grabara, markvarðar FC Kaupmannahafnar, segist hafa fengið meira en 300 líflátshótanir eftir færslu eiginmannsins í gær.
Grabara og félagar gerðu 2-2 jafntefli við Galatasaray á útivelli í gær eftir að hafa komist í 0-2.
„Við áttum skilið öll þrjú stigin úr þessari skítaholu en svona er lífið,“ skrifaði Grabara.
Eiginkona Grabara hefur fengið að kenna á því eftir þessa færslu hans.
Hún greindi frá því á Instagram að hafa fengið fleiri en 300 líflátshótanir frá stuðningsmönnum Galatasaray.