fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Ber virðingu fyrir ákvörðun Guardiola sem var ansi umdeild: Aðrir hefðu haft samband á leikdegi – ,,Sem betur fer gekk þetta upp“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 21. september 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyle Walker hefur lengi verið einn allra mikilvægasti leikmaður Manchester City en hann lék ekki í bakverðinum er liðið vann Meistaradeildina fyrr á þessu ári.

Pep Guardiola, stjóri Man City, ákvað að hafa Walker á bekknum í úrslitaleik gegn Inter Milan, eitthvað sem kom mörgum á óvart.

Walker segir þó að Guardiola hafi farið rétt að hlutunum og fékk hann að heyra fréttirnar degi áður en leikurinn fór fram frekar en á leikdegi.

,,Þetta var aldrei mín ákvörðun, þetta er undir stjóranum komið og hvernig við vorum að spila á þessum tímapunkti. Hann hefði getað valið 16 mismunandi leikmenn en hann þarf að velja 11,“ sagði Walker.

,,Ég var óheppinn að fá ekki kallið en þetta er liðsíþrótt. Ég hugsa um liðið og sem betur fer gekk þetta upp. Við kláruðum okkar verkefni og unnum titilinn.“

,,Hann ræddi við mig kvöldið áður, þannig er okkar samband. Ég þakkaði honum innilega fyrir því að komast að þessu á leikdegi hefði verið mjög erfitt.“

,,Ef hann hefði rætt við mig á leikdegi væri ég miður mín en hann valdi þá 11 sem hann taldi besta fyrir leikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Í gær

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir