fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Ber virðingu fyrir ákvörðun Guardiola sem var ansi umdeild: Aðrir hefðu haft samband á leikdegi – ,,Sem betur fer gekk þetta upp“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 21. september 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyle Walker hefur lengi verið einn allra mikilvægasti leikmaður Manchester City en hann lék ekki í bakverðinum er liðið vann Meistaradeildina fyrr á þessu ári.

Pep Guardiola, stjóri Man City, ákvað að hafa Walker á bekknum í úrslitaleik gegn Inter Milan, eitthvað sem kom mörgum á óvart.

Walker segir þó að Guardiola hafi farið rétt að hlutunum og fékk hann að heyra fréttirnar degi áður en leikurinn fór fram frekar en á leikdegi.

,,Þetta var aldrei mín ákvörðun, þetta er undir stjóranum komið og hvernig við vorum að spila á þessum tímapunkti. Hann hefði getað valið 16 mismunandi leikmenn en hann þarf að velja 11,“ sagði Walker.

,,Ég var óheppinn að fá ekki kallið en þetta er liðsíþrótt. Ég hugsa um liðið og sem betur fer gekk þetta upp. Við kláruðum okkar verkefni og unnum titilinn.“

,,Hann ræddi við mig kvöldið áður, þannig er okkar samband. Ég þakkaði honum innilega fyrir því að komast að þessu á leikdegi hefði verið mjög erfitt.“

,,Ef hann hefði rætt við mig á leikdegi væri ég miður mín en hann valdi þá 11 sem hann taldi besta fyrir leikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið