Viðbrögð Pep Guardiola, stjóra Manchester City, við tilþrifum markvarðarins Ederson í gær hafa vakið mikla lukku.
City mætti Rauðu Stjörnunni í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær og vann enska liðið 3-1 endurkomusigur.
Ederson er leikinn með boltann en Guardiola fannst greinilega full mikið af því góða þegar Brasilíumaðurinn lék á varnarmann serbneska liðsins á einum tímapunkti í leiknum.
Myndband af viðbrögðum Guardiola er hér að neðan.
I swear Ederson will one day make Pep collapse😂😂
pic.twitter.com/atDknHWJCl— Steve Ruigu Njuguna (@Joashnjuguna) September 20, 2023