Það var ekki boðið upp á neina veislu á San Siro í kvöld er Newcastle lék sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni í langan tíma.
Newcastle mætti AC Milan í fyrsta leik riðlakeppninnar en tókst ekki að skora og það sama má segja um heimamenn.
AC Milan var miklu betri aðilinnm í þessum leik og átti 25 skot gegn aðeins sex frá gestunum frá Englandi.
Á sama tíma mætti RB Leipzig til Sviss og spilaði þar við Young Boys í fjörugri viðureign.
Leipzig vann sinn leik 3-1 þar sem Benjamin Sesko var á meðal markaskorara þýska liðsins.
Young Boys 1 – 3 RB Leipzig
0-1 Mohamed Simakan(‘3)
1-1 Elia Meschack(’33)
1-2 Xaver Schlager(’73)
1-3 Benjamin Sesko(’90)
AC Milan 0 – 0 Newcastle