Weston KcKennie hefur tjáð sig um afar erfiða lánsdvöl hjá Leeds en hann lék með félaginu á síðasta tímabili.
McKennie kom til Leeds frá Juventus á láni vegna Jesse Marsch sem var þá stjóri liðsins og er landi miðjumannsins frá Bandaríkjunum.
McKennie stóðst aldrei væntingar fyrir Leeds sem féll úr efstu deild en aðeins tveimur vikum eftir komuna var Marsch rekinn úr starfi.
,,Ég fór þangað því Jesse Marsch var stjórinn og tveimur vikum seinna þá var hann rekinn. Ég vann undir fjórum mismunandi stjórum á sex mánuðum og einn af þeim hafði ekki hugmynd um hver ég var,“ sagði McKennie.
,,Ég er ekki að segja að hann eigi endilega að vita hver ég er en ef einhver leikmaður kemur inn á lánssamningi… Þú átt að þekkja leikmannahópinn.“
,,Hann ákvað að nota mig fyrir utan teiginn í föstum leikatriðum og ég hef skorað 85 prósent af mínum mörkum eftir föst leikatriði.“