Mohamed Salah var orðaður sterklega við Al Ittihad í Sádi-Arabíu undir lok félagaskiptagluggans. Að lokum var hann þó um kyrrt.
Þetta var tekið fyrir í hlaðvarpsþætti leikmana á BBC. Michail Antonio, sóknarmaður West Ham, segir að Salah hafi ekki hafnað því að fara til Sádí heldur aðeins Liverpool.
„Það er ekki séns að hann hafi hafnað boðinu. Liverpool hefur sett honum stólinn fyrir dyrnar. Ég gef honum það að hann var ekki með vesen til að reyna að komast en ég veit að hann var til í að fara,“ segir Antonio.
Liverpool hafnaði 150 milljóna punda tilboði Al Ittihad og var talið að Sádarnir væru að undirbúa meira en 200 milljóna punda tilboð. Það barst ekki en gæti gert það síðar meir.
„Hvað annað á hann að gera hjá Liverpool? Hann hefur gert allt. Sádí er frábært tækifæri fyrir hann. Hann er múslimi og þetta kallar á hann.“