Wolves 1 – 3 Liverpool
1-0 Hwang Hee-Chan(‘7)
1-1 Cody Gakpo(’55)
1-2 Andy Robertson(’85)
1-3 Harvey Elliott(’91)
Liverpool svaraði fyrir sig í seinni hálfleik gegn Wolves í dag er liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool byrjaði ansi illa og lenti undir snemma leiks og voru gestirnir með forystuna í um 50 mínútur.
Cody Gakpo náði að jafna metin fyrir Liverpool snemma í seinni hálfleik og stefndi lengi í að bæði lið myndu fá eitt stig.
Andy Robertson skoraði hins vegar fyrir Liverpool á 85. mínútu og virtist ætla að tryggja liðinu sigur.
Harvey Elliott gerði svo alveg út um leikinn fyrir gestina í uppbótartíma og 3-1 sigur og flott endurkoma staðreynd.