Það eru þrír leikmenn Real Madrid ásakaðir um að hafa haft kynmök með stúlku undir lögaldri og er rannsókn nú í gangi hjá lögreglu.
Spænskir miðlar fjalla um málið og segja að eitt undrabarn sé á meðal þessara leikmanna en ekkert nafn er gefið upp.
Leikmennirnir stunduðu ekki aðeins mök með stúlkunni heldur var atvikið tekið upp á myndband og var deilt á samskiptaforritinu WhatsApp.
Allir þrír leikmennirnir hafa verið handteknir en atvikið átti sér stað á eyjunni Gran Canaria við við ströndina frægu Amadores.
Móðir stúlkunnar hafði samband við lögreglu um leið og hún komst að því að myndbandinu hafi verið dreift á WhatsApp án samþykkis.
Nokkrir miðlar greina frá því að þekkti fótboltamaðurinn hafi verið orðaður við lið á Englandi í sumar en ekkert varð úr þeim skiptum að lokum.