Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og gestur þeirra að þessu sinni var Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G.
Ríkharð var á sínum tíma þjálfari Léttis í 4. deildinni en það var árin 2013 og 2014. Það vakti athygli þegar hann fékk Auðunn Blöndal til liðs við sig þangað.
„Ég náði að koma honum út úr skelinni og hann fékk einhvern brennandi áhuga. Hann gerði ágætis hluti,“ sagði Ríkharð.
„Svo fékk hann rautt spjald á móti Skallagrími eftir að hann lenti í einhverjum smá slagsmálum við einhvern 18 ára gæja, þá kallaði hann þetta gott,“ bætti hann við léttur.
Umræðan í heild er hér að ofan.