Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og gestur þeirra að þessu sinni var Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G.
Í dag klukkan 16 fer fram úrslitaleikur í Mjólkurbikar karla á milli Víkings og KA. Víkingur er langefstur í Bestu deildinni en tímabil KA hefur verið vonbrigði það sem af er. Akureyringar geta þó reddað tímabilinu.
„Ef þeir tapa þessu þá er tímabilið þeirra mjög slæmt. Það er ekki hægt að fara í neinar grafgötur með það,“ sagði Ríkharð í þættinum.
„En ef þeir vinna bikar, búnir að fara í gegnum tvo andstæðinga í Evrópu, þá er þetta bara frábært tímabil. Það er rosalega stór gjá þarna á milli.“
Umræðan í heild er í spilaranum.