fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Segir framkomuna ógeðslega hjá Ten Hag – „Manchester United á að skammast sín“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. september 2023 09:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie O’Hara miðjumaður Manchester United segir það skammarlegt hvernig Manchester United og Erik ten Hag koma fram við Jadon Sancho.

Sancho fær ekki að æfa með aðalliði Manchester United en hann svaraði árásum Erik ten Hag á samfélagsmiðlum.

Sanco hefur nú eytt út yfirlýsingu sinni þar sem hann svaraði Ten Hag en hann neitar að biðjast afsökunar.

„Það er ógeðslegt hvernig er komið fram við hann,“ segir Jamie O’Hara á Talksport.

„Ég veit að hann gaf út yfirlýsingu, hvort sem það var rétt eða rangt. Það var hins vegar rangt af Ten Hag að skjóta á Sancho þegar hann var ekki einu sinni í hóp.“

Getty Images

„Við vitum öllum að Jadon Sancho þarf að vera betri á vellinum, hann gerir það með því að spila fótbolta og félagið með því að láta hann æfa og njóta leiksins.“

„Hvernig félagið kemur fram við hann núna mun aldrei ná því besta fram úr Sancho. Þú skemmir hann bara andlega og honum líður verr en áður, Manchester United á að skammast sín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist
433Sport
Í gær

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar