fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Margir minnast Bjarna Fel – „Fyrirmynd, goðsögn, vinur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. september 2023 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðargersemin Bjarni Felixsson er látinn, 86 ára að aldri. Hann var staddur í uppáhaldslandinu sínu, Danmörku, til að vera viðstaddur jarðarför dansks kollega síns og vinar, er hann lést.

Eftirlifandi eiginkonu Bjarna er Áflheiður Gísladóttir og lætur Bjarni eftir sig fjögur börn og 14 barnabörn.

Bjarni gerði garðinn frægan sem vinstri bakvörður í sigursælu liði KR og lék auk þess nokkra landsleiki. Öll þjóðin þekkti hann sem ástælan íþróttafréttamann RÚV.

Margir fara fögrum orðum um Bjarna á Facebook í kvöld, meðal annars kollegi hans, Bogi Ágústsson, sem skrifar: „Fyrirmynd, goðsögn, vinur“

Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, skrifar: „Þá hefur meistari Bjarni Fel kvatt. Hann var alltaf kammó og hress þegar maður hitti hann. Einu sinni var ég með honum og Jójó í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni og Bjarni sagði mjög góða sögu þegar KR og Stóns voru saman á hóteli í Liverpool 1964. Ég endursagði á blogginu.“

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, fyrrverandi úrvarpskona, skrifar: „Elsku Bjarni Fel. Náinn samstarfsmaður af íþróttadeildinni. Sendi ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur.“

Kennarinn Pétur Hafþór Jónsson skrifar þennan skemmtilega pistil um Bjarna:

“KR-ingar eru tuddar og sparka með tánni.” – Þannig töluðu peyjarnir í Laugarneshverfinu snemma á sjöunda áratugnum. Flestir héldu með Fram. Um leið og við þorðum yfir Sundlaugaveginn byrjuðum við að skríða undir girðinguna umhverfis Laugardalsvöllinn til að horfa á karlana etja kappi. Svo komu vasapeningar með blaðaútburði og sölu Vísis í miðbænum. Við fórum að borga okkur inn, enda búið að þétta girðinguna. Allar götur síðan hef ég vitað af Bjarna Felixsyni. Held hann hafi verið merkilegri þulur en margan grunar. Hann íslenskaði nefnilega fótboltann. Á Bugðulæk og Rauðalæk töluðum við um straffí, fríspark og þar fram eftir götunum. Þegar ég fór að kenna í Austurbæjarskólanum töluðu peyjarnir um vítaspyrnu og aukaspyrnu. Það voru áhrif frá Bjarna Fel. Hann vann á sínum tíma til íslenskuverðlauna í MR og sumar setningar hans úr íþróttalýsingum lifa enn. Nú er sí og æ verið að tönnlast á því, að leikmenn verði “brjálaðir”, sem er ansi gildishlaðinn lýsing. Bjarni Fel. sagði einfaldlega: “Nú hefur leikmönnum hlaupið kapp í kinn”, sem er bara hluti af leiknum. Jæja, “það er farið að bregða birtu hér á Laugardalsvelli” og nú eru KR-ingar meðal minna bestu vina og félaga.

„Góða ferð og hvíl í friði, Bjarni Fel,“ skrifar Pétur Heiðar og Hallmundur Guðmundsson skrifar: „Bjarni Fel. Takk fyrir þig.“

Gunnþór Sigurðsson skrifar: „Góða ferð, Bjarni Fel.“

Jón Ólafsson tónlistarmaður skrifar: „Takk fyrir allt Bjarni minn. Það voru forréttindi að fá að kynnast þér. Aðstandendum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur.“

Lárus Guðmundsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, skrifar:

„Í kvöld bárust þær fréttir að goðsögnin Bjarni Felixson hefði kvatt þessa jarðvist.

Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Bjarna Fel fyrir margt löngu þegar ég sinnti tuðrusparki í þýskalandi. Bjarni gerði það að hefð að hringja í mig um kvöldmatarleytið á laugardagskvöldum og fékk mig til að fara yfir það helsta úr þýska boltanum. Síðar urðum við vinnufélagar á RÚV og lýstum saman mörgum fótboltaleiknum í útvarpi og sjónvarpi. Þvílíkur snillingur sem Bjarni var í lýsingum, fór á flug um leið og útsending hófst og gæddi jafnvel leiðinlegustu leikjum þannig lífi að áhorfendum/hlustendum fannst leikurinn bráðskemmtilegur. Þá bjó Bjarni einnig til ógleymanlega frasa! Hver man ekki eftir að “lúta í gras og hnjaskvagninn” svo dæmi séu nefnd.Með Bjarna Fel er genginn algert “ legend” og eðalmaður. Blessuð sé minning Bjarna Fel“

 

Frá KR, Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, eru þessi skrif:

„Í dag bárust þau sorgartíðindi að einn af okkar allra bestu KR-ingum, Bjarni Felixsson sjálft Rauða ljónið, væri látinn.

Bjarni Felixsson var KR-ingur frá fæðingu og ólst upp á Bræðraborgarstígnum. Hann lék knattspyrnu með KR frá unga aldri og lék hundruði leikja fyrir félagið. Bjarni fagnaði 5 sinnum Íslandsmeistaratitli og varð 7 sinnum bikarmeistari með KR.

Bjarni kom sömuleiðis að þjálfun yngri flokka félagsins. Bjarni sat í stjórn knattspyrnundeildarinnar um árabil. Alla tíð bar hann sterkar taugar til KR og lýsti meðal annars fjöldamörgum leikjum í KR útvarpinu og lét sig sjaldan vanta á leiki. Iðulega lét hann sjá sig í starfi KR á hinum ýmsu sviðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað