fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Arnar lýsir fyrrum þjálfara sínum sem hann og aðrir voru logandi hræddir við – „Horfði aldrei á mann og ég skammaðist mín þegar ég mætti honum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. september 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson er nýjasti gestur hlaðvarpsins Tveir á tvo. Þar var hann meðal annars spurður út í fyrirmyndir sínar í þjálfun. Þá barst talið að Martin O’Neill, þjálfara sem Arnar man vel eftir en það kemur þó ekki endilega til af góðu.

Eins og flestir vita er Arnar í dag þjálfari karlaliðs Víkings og hefur náð frábærum árangri. Liðið er langefst í Bestu deildinni og er komið í úrslitaleik bikarsins enn eitt árið.

Arnar átti einnig farsælan atvinnumannaferil sem leikmaður á yngri árum. Hann lék til að mynda með Leicester og einn af þjálfurum hans þar var Martin O’Neill.

„Við vorum svo hræddir við hann. Þá lærði maður líka hvernig maður vill ekki vera í samskiptum við leikmenn. Þessi fear factor, hann var yfirþyrmandi á æfingasvæðinu,“ segir Arnar um O’Neill.

Þetta hjálpaði Arnari að sjá hvernig hann vildi ekki láta við leikmenn sem þjálfari seinna meir.

„Við, fullorðnir karlmenn, vorum skíthræddir við einhvern framkvæmdastjóra. Mig langaði ekki að vera þannig.

Ég man þegar ég var meiddur, þá var erfitt að mæta honum. Nú passa ég alltaf að spyrja leikmenn hvernig þeir hafi það. En það var allt rosa þungt. Hann var mjög pirraður, horfði aldrei á mann og ég skammaðist mín þegar ég mætti honum á göngunum. Það er ekki góð tilfinning sem leikmaður.“

Auk Leicester stýrði O’Neill liðum á borð við Aston Villa, Sunderland og Celtic, auk írska landsliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning