fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Arnar lýsir fyrrum þjálfara sínum sem hann og aðrir voru logandi hræddir við – „Horfði aldrei á mann og ég skammaðist mín þegar ég mætti honum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. september 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson er nýjasti gestur hlaðvarpsins Tveir á tvo. Þar var hann meðal annars spurður út í fyrirmyndir sínar í þjálfun. Þá barst talið að Martin O’Neill, þjálfara sem Arnar man vel eftir en það kemur þó ekki endilega til af góðu.

Eins og flestir vita er Arnar í dag þjálfari karlaliðs Víkings og hefur náð frábærum árangri. Liðið er langefst í Bestu deildinni og er komið í úrslitaleik bikarsins enn eitt árið.

Arnar átti einnig farsælan atvinnumannaferil sem leikmaður á yngri árum. Hann lék til að mynda með Leicester og einn af þjálfurum hans þar var Martin O’Neill.

„Við vorum svo hræddir við hann. Þá lærði maður líka hvernig maður vill ekki vera í samskiptum við leikmenn. Þessi fear factor, hann var yfirþyrmandi á æfingasvæðinu,“ segir Arnar um O’Neill.

Þetta hjálpaði Arnari að sjá hvernig hann vildi ekki láta við leikmenn sem þjálfari seinna meir.

„Við, fullorðnir karlmenn, vorum skíthræddir við einhvern framkvæmdastjóra. Mig langaði ekki að vera þannig.

Ég man þegar ég var meiddur, þá var erfitt að mæta honum. Nú passa ég alltaf að spyrja leikmenn hvernig þeir hafi það. En það var allt rosa þungt. Hann var mjög pirraður, horfði aldrei á mann og ég skammaðist mín þegar ég mætti honum á göngunum. Það er ekki góð tilfinning sem leikmaður.“

Auk Leicester stýrði O’Neill liðum á borð við Aston Villa, Sunderland og Celtic, auk írska landsliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Í gær

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“