Jadon Sancho reyndi að fela sig eins og hann gat þegar hann mætti á æfingasvæði Manchester United í morgun.
Æðstu yfirmenn Manchester United eru byrjaðir að skipta sér af málefni Sancho og Erik ten Hag. Sancho var sakaður um að vera latur á æfingum af Ten Hag og sökum þess komst hann ekki í leikmannahóp liðsins á dögunum.
Sancho varð reiður yfir þessu og sakaði Ten Hag opinberlega um lygar. Síðan þá hefur lítið heyrst af málinu en þeir félagar áttu fund á mánudag sem ensk blöð segja að hafi ekki farið vel.
Sökum þess eru John Murtough yfirmaður knattspyrnumála og Richard Arnold stjórnarformaður farnir að skipta sér af málinu.
Segir Daily Mail í frétt sinni að þeir félagar ætli að reyna að laga andrúmsloftið á milli Ten Hag og Sancho.
Jadon Sancho has returned to #mufc training after his fall out with Erik ten Hag. [Mail] pic.twitter.com/G2Rbhj12Oa
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) September 14, 2023