Orðrómar eru á kreiki um að Manchester United gæti reynt að fá Khvicha Kvaratskhelia til liðs við sig frá Napoli í janúar.
Hinn 22 ára gamli Kvaratskhelia gekk í raðir Napoli fyrir síðustu leiktíð frá heimalandinu, Georgíu, og fór á kostum á sinni fyrstu leiktíð, sérstaklega framan af.
Alls skoraði Kvaratskhelia 12 mörk og lagði upp 13 í Serie A á síðustu leiktíð þegar Napoli varð meistari.
Manchester United er í vandræðum með kantstöðurnar vegna stöðu Antony og Jadon Sancho. Það gæti því verið skynsamlegt að bæta einum slíkum við sig í janúar.
Þar gæti Kvaratskhelia reynst góð lausn. Ljóst er að leikmaðurinn býr yfir miklum hæfileikum.