Chiara Nasti, eiginkona Mattia Zaccagni frá Ítalíu horfði væntanlega nokkuð hugsi á landsleik Ítalíu og Úkraínu í gær.
Mattia Zaccagni er leikmaður Lazio og var að spila sinn sinn þriðja landsleik, þau eru nýlega gift og eiga barn saman.
Nasti þekkti annan leikmann í liðinu því fyrrverandi kærasti hennar, Nicolo Zaniolo var einnig í byrjunarliði Ítala.
Zaniolo og Nasti hættu saman fyrir tveimur árum eða árið 2021. Hún fann ástina í örmum Zaccagni og hafa þau blómstrað saman.
Zaccagni lagði upp fyrra mark Ítalíu í sigri og fagnaði svo sigrinum með kviðmági sínum.
Tveir leikmenn ítalska karlalandsliðsins í fótbolta tengjast á nokkuð athyglisverðan hátt.