Enski dómarinn Andy Madley gerði sig sekan um slæm mistök er hann dæmdi vináttulandsleik Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu í gær.
Liðin mættust í vináttuleik í Newcastle, en eigendur Newcastle eru einmitt Sádar.
Ótrúlegt atvik átti sér stað þegar Hassan Altambakti varnarmaður Sáda klippti Heung-Min Son niður er sá síðarnefndi var að sleppa í gegn.
Ekkert var dæmt þó svo að brotið hafi þótt nokkuð augljóst og var Tottenham leikmaðurinn gáttaður, eins og sjá má hér neðar.
Þetta kom þó ekki að sök því Suður-Kórea vann leikinn 1-0.
Heung-Min Son has been denied the clearest penalty you will ever see for the rest of your days 😭 pic.twitter.com/sSsw82pFcR
— Talking THFC (@TalkingTHFC) September 12, 2023