William Saliba, miðvörður Arsenal, segir að það skipti stjóra liðsins Mikel Arteta miklu máli að leikmannahópurinn og starfsfólk innan félagsins sé samheldið. Til að ganga úr skugga um það setti hann á nýja reglu í sumar.
Arteta setti regluna á í sumar þegar Arsenal var í æfingaferð í Bandaríkjunum.
„Þegar við vorum á túrnum um Bandaríkin blandaði hann sessunautum við matarborðið saman í hverri málið. Við fáum ekki að velja með hverjum við sitjum í hádegis- eða kvöldmat,“ segir Saliba.
Saliba, sem hefur heillað mikið með Arsenal frá því hann kom inn í liðið fyrir rúmu ári síðan, er hrifinn af reglu Arteta.
„Við fáum að tala við þjálfarana og aðra leikmenn og það er mjög gott. Það er kannski leikmaður sem þú talar minna við og þá fáið þið tækifæri til að kynnast. Það hjálpar mikið þegar inn á völlinn er komið.“