Hannibal Mejbri, leikmaður Manchester United, lék með landsliði Túnis í gær og vakti uppátæki hans og liðsfélaga í landsliðinu í gær athygli.
Hannibal er tvítugur og að að baki þrjá leiki fyrir aðallið United.
Hann lék um tíu mínútur fyrir Túnis í gær gegn Egyptalandi í vináttulandsleik sem fyrrnefnda liðið vann 3-1.
Þriðja mark Túnis kom eftir að Hannibal hafði komið inn á og vakti fagnið athygli.
Hermdu þeir þar eftir fagni sem Mohamed Salah er frægur fyrir, en sá spilaði auðvitað fyrir Egypta í gær.
Mynd af þessu og viðbrögðum Salah er hér að neðan.