Það kom upp nokkuð óþægilegt atvik á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 í gærkvöldi eftir leik Skotlands og Englands.
Liðin mættust í vináttuleik í Skotlandi og hafði England betur, 1-3.
Þeir Joe Cole, fyrrum landsliðsmaður Englands og Greame Souness, fyrrum landsliðsmaður Skota, voru sérfræðingar í setti eftir leik. Sá síðarnefndi er afar hrifinn af þessu landsliði Englands.
„Gleymið þessari gullkynslóð. Gleymið Frank Lampard, Steven Gerrard og Paul Scholes,“ sagði Souness, sem vill meina að liðið nú sé mun frekar gullkynslóðin.
Áhordendum þótti þetta mörgum hverjum heldur óþægilegt en Cole var auðvitað hluti af liði Englands á þessum tíma.
Þrátt fyrir að hafa virkað hissa fyrst um sinn tók Cole síðar undir með Souness.