fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Southgate bálreiður yfir meðferðinni sem Maguire fær – „Það gerir mig brjálaðan“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. september 2023 07:42

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins, er orðinn ansi pirraður á þeirri meðferð sem Harry Maguire fær í heimalandinu.

Þrátt fyrir að Maguire hafi átt erfitt uppdráttar með Manchester United undanfarin ár fær hann alltaf traustið hjá enska landsliðinu undir stjórn Southgate.

Hann kom inn á sem varamaður í vináttulandsleik gegn Skotum í gær en gerði sjálfsmark í 3-1 sigri. Stuðningsmenn Skota fögnuðu þegar Maguire kom inn á.

„Hann var að koma út og tala við fjölmiðla. Það sýnir þrautseigjuna og karakerinn sem hann hefur að geyma,“ sagði Southgate eftir leik.

Southgate er kominn með nóg af þeirri meðferð sem Maguire hefur fengið í Englandi. En gjarnan fagna stuðningsmenn andstæðins í ensku úrvalsdeildinni kaldhæðnislega er hann kemur inn á.

„Hvers konar fordæmi setur það? Hann hefur verið ótrúlegur leikmaður fyrir England á einum besta kafla í sögu landsliðsins. Hann er svo mikilvægur. Að við látum hann ganga í gegnum þetta er grín. Það gerir mig brjálaðan.“

Southgate hrósaði hins vegar þeim stuðningsmönnum Englands sem voru staddir á leiknum í Skotlandi í gær.

„Sem betur fer er leikmannahópurinn og fólkið á bak við hann. Enskir stuðningsmenn á vellinum í kvöld voru frábærir. Ég hef ekkert út á stuðningsmenn Skota að setja. Þeir voru bara að hafa gaman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys
433Sport
Í gær

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“
433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð