fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Samskipti Guðna forseta og Valtýs Björns í Laugardalnum vöktu gríðarlega athygli – „Að hann hefði skorað með höfðinu eða rassinum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. september 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samskipti Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands og Valtýs Björns Valtýssonar í stúkunni á Laugardalsvelli í gær vöktu mikla lukku á meðal viðstaddra. Það fór vel á með þeim.

Báðir voru þeir staddir á leik íslenska karlalandsliðsins gegn Bosníu-Hersegóvínu í undankeppni EM 2024. Ísland vann dramatískan 1-0 sigur með marki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma.

Guðni var auðvitað í heiðursstúkunni en Valtýr sat fyrir neðan á meðal blaðamanna.

Á einum tímapunkti í leiknum klikkaði Jón Dagur Þorsteinsson á algjöru dauðafæri sem fékk ástríðufullan Valtý til að stökkva úr sæti sínu í blaðamannastúkunni. Guðni sá sér þá gott til glóðarinnar, en þessu var til að mynda lýst í Innkastinu á Fótbolta.net.

„Valtýr var alveg trylltur yfir að boltinn hafi ekki farið inn. Guðni forseti spyr hann hvort hann hefði ekki skorað úr þessu. Valtarinn svaraði því játandi, að hann hefði skorað með annað hvort höfðinu eða rassinum. Guðni fór að skellihlæja,“ sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í Innkastinu.

Sem betur fer reyndist klúður Jóns Dags ekki of dýrkeypt því sem fyrr segir skoraði Alfreð svo sigurmark leiksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Í gær

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri
433Sport
Í gær

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029