fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Komið á hreint hvenær Greenwood spilar sinn fyrsta leik á Spáni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. september 2023 09:30

Greenwood og eiginkona hans Harriet Robson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood er nálægt því að snúa aftur á fótboltavöllinn eftir langa fjarveru.

Englendingurinn ungi er mættur til Getafe á Spáni á láni frá Manchester United.

Hann hefur ekki spilað fótbolta í um eitt og hálft ár eftir að kærasta hans og nú barnsmóðir sakaði hann um gróft ofbeldi á heimilinu. Mál gegn honum var hins vegar látið niður falla fyrr á þessu ári þegar lykilvitni steig til hliðar.

Nú er Greenwood mættur til Getafe og samkvæmt fréttum ytra spilar hann sinn fyrsta leik á sunnudag, 17. september, gegn Osasuna.

Ekki var ljóst hversu fljótur Greenwood yrði að koma sér inn í hlutina hjá Getafe en það hefur gengið vel og spilar hann að öllum líkindum um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svava leggur skóna á hilluna

Svava leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kveður KA og heldur heim á leið

Kveður KA og heldur heim á leið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Landsliðið kom saman í dag – Mikilvægir leikir framundan

Landsliðið kom saman í dag – Mikilvægir leikir framundan