Íslenska karlalandsliðið tók á móti Bosníu-Hersegóvínu í undankeppni EM 2024 í kvöld.
Leikurinn var bragðdaufur lengst af en tók þó hressilega við sér undir lokin.
Íslenska liðið var ívið sterkari aðilinn í leiknum og fékk nokkur færi til að klára leikinn þegar leið á. Liðið bar erindi sem erfiði í uppbótartíma þegar Alfreð Finnbogason setti boltann í markið.
Lokatölur 1-0 og frækinn sigur Íslands niðurstaðan.
Ísland er þar með með 6 stig eftir sex leiki í undanriðlinum.
Líkt og fyrir þennan leik er vonin um að komast á EM í Þýskalandi í gegnum undanriðilinn þó afar veik en íslenska liðið fær líklega tækifæri í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar í mars.
Hér má sjá umræðuna á Twitter hér heima yfir leiknum.
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) September 11, 2023
Mikið er nú góð tilfinning að sjá íslenska karlalandsliðið í fótbolta vinna aftur leik. Áfram svona!
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) September 11, 2023
Margir búnir að gefast upp en maður trúði alltaf, doc beint eftir leik. pic.twitter.com/TsW7hjDHqQ
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) September 11, 2023
Djöfull er gaman að vinna aftur leik sem skiptir máli. Það glitti í gömlu gildin og geggjað að sjá menn fagna þessu almennilega. Þetta skipti þá máli. Hugarfar og attitude mun koma okkur langt.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) September 11, 2023
Alfreð you beauty!
— Vilhjálmur Hallsson (@Vilhjalmurfreyr) September 11, 2023
Helvítis veisla Alfreð!!! 🇮🇸🇮🇸
— Rikki G (@RikkiGje) September 11, 2023
JD buin að vera sturlaður
— Adam Palsson (@Adampalss) September 11, 2023
"Jeremías á jólaskónum!" hrópaði @nablinn í fréttamannastúkunni þegar hans maður Jón Dagur klúðraði þessu færi
Færanýtingin okkar á Laugardalsvelli er eitthvað grín þessa mánuðina #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) September 11, 2023
Þökkum fyrir að versta klúðrið á mögnuðum ferli Dzeko var á Laugardalsvelli í september 2023.
— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) September 11, 2023
Feitur með tryllt gæði #pjanic #pepsivængir
— Freyr S.N. (@fs3786) September 11, 2023
Mættum alveg vera smá líklegir til þess að nýta föstu leikatriðin… #fotboltinet
— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) September 11, 2023
Hjöbbi Hermanns flottur
— Vilhjálmur Hallsson (@Vilhjalmurfreyr) September 11, 2023
Burt með brautina, annars góður pic.twitter.com/Q9nViv4lCJ
— Einar Sigurdsson (@einasig) September 11, 2023
Alfons með mjög sterka ég spila í Hollandi hárgreiðslu
Þjóð sem elskar ennþá vel vatnsgreidda menn— Freyr S.N. (@fs3786) September 11, 2023