Íslenska karlalandsliðið tók á móti Bosníu-Hersegóvínu í undankeppni EM 2024 í kvöld.
Leikurinn var bragðdaufur lengst af en tók þó hressilega við sér undir lokin.
Íslenska liðið var ívið sterkari aðilinn í leiknum og fékk nokkur færi til að klára leikinn þegar leið á. Liðið bar erindi sem erfiði í uppbótartíma þegar Alfreð Finnbogason setti boltann í markið.
Lokatölur 1-0 og frækinn sigur Íslands niðurstaðan.
Ísland er þar með með 6 stig eftir sex leiki í undanriðlinum.
Líkt og fyrir þennan leik er vonin um að komast á EM í Þýskalandi í gegnum undanriðilinn þó afar veik en íslenska liðið fær líklega tækifæri í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar í mars.