fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Einkunnir úr leiknum í Laugardal – Rúnar Alex bestur í dramatískum sigri

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. september 2023 20:37

Rúnar Alex Rúnarsson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland og Bosnía áttust við í daufum leik á Laugardalsvelli í kvöld, um var að ræða leik í undankeppni Evrópumótsins. Ísland skoraði hins vegar sigurmarkið í uppbótartíma.

Það var Alfreð Finnbogason sem skoraði sigurmark Íslands á 91 mínútu, hann fékk sendingu frá Jóni Degi Þorsteinssyni. Báðir höfðu komið inn sem varamenn.

Leiknum lauk með 1-0 sigri og þar með er eru fyrstu stig íslenska liðsins undir stjórn Age Hareide komið í hús. Þetta var fjórði leikur liðsins undir stjórn Hareide.

Leikurinn var rólegur lengst af en íslenska liðið fékk betri tækifæri til þess að skora og tókst að nýta það undir lokin.

Einkunnir úr Laugardalnum eru hér að neðan.

Rúnar Alex Rúnarsson 6 – Maður leiksins
Hafði ekki mikið að gera en gerði alla þá hluti sem þurfti vel

Alfons Sampsted 6
Ágætis leikur hjá bakverðinum knáa.

Guðlaugur Victor Pálsson 6
Lenti aldrei í vandræðum og gerði hlutina vel.

Hjörtur Hermansson 6
Hefur ekki spilað mikið síðustu ár og gerði hlutina með ágætum.

Kolbeinn Birgir Finnsson 6
Fínir tveir landsleikir hjá Kolbeini sem ætti bara að verða betri.

Willum Þór Willumsson (´76) 6
Mjög öflugur framan af en var svo ekki eins mikið með í leiknum.

Jóhann Berg Guðmundsson 6
Hélt boltanum vel en hreyfingin fyrir framan hann var ekki mikil.

Arnór Ingvi Traustason 5
Hélt stöðunni ágætlega og gerði fína hluti.

Mikael Neville (´76) 5
Tók við sér í síðari hálfleik, fékk dauðafæri á 65 mínútu en hitti ekki markið.

Hákon Arnar Haraldsson 5
Var inn og út úr leiknum en þegar hann var með í slagnum þá var hann góður..

Orri Steinn Óskarsson 6
Fyrsti byrjunarliðsleikurinn var ágætur, fékk litla þjónustu en reyndi að hlaupa í svæðin þegar það var hægt og vann sig inn í leikinn.

Varamenn:

Jón Dagur Þorsteinsson (´76)
Spilaði of lítið til að fá einkunn

Alfreð Finnbogason (´76)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

KA tekur á móti PAOK á Akureyri

KA tekur á móti PAOK á Akureyri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
433Sport
Í gær

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum
433Sport
Í gær

Kveður KA og heldur heim á leið

Kveður KA og heldur heim á leið