Sparkspekingurinn og Liverpool goðsögnin Greame Souness er ekki heillaður af byrjun Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
United hefur ekki verið sannfærandi í upphafi leiktíð. Liðið hefur unnið nauma sigra á Nottingham Forest og Wolves en tapað fyrir Arsenal og Tottenham.
Souness nefnir nokkra leikmenn sem vandamál United og vekur athygli að þar eru Rasmus Hojlund og Andre Onana sem komu í sumar og miklar vonir eru bundnar við.
„Ég held að United verði ekkert betri en á síðustu leiktíð. Þeir hafa eytt 72 milljónum punda í ungan framherja sem er ekki með frábæra tölfræði þegar kemur að markaskorun. Hann skoraði tíu mörk í 34 leikjum með Atalanta en nú er hann kominn í deild þar sem erfitt að skora. Kannski hef ég rangt fyrir mér en þetta er stór áhætta með mann sem hefur ekki sannað sig,“ segir Souness.
„Onana mun gera þá betri í að spila út úr öftustu línu en mun hann gera það sem er mikilvægast, að verja markið? Ég er ekki viss.“
Souness lét Jadon Sancho, Antony og Anthony Martial einnig heyra það áður en hann tók Casemiro nokkuð óvænt fyrir.
„Hann er góður leikmaður en ekki einhver sem þú vilt borga þig inn til að horfa á.“