Danmörk vann mikilvægan sigur á Finnlandi í undankeppni EM 2024. Rasmus Hojlund hélt eftirtektarverða ræðu fyrir stuðningsmenn eftir leik.
Pierre-Emile Hojbjerg skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu í 0-1 sigri og eru Danir í öðru sæti riðilsins, en efstu tvö liðin fara á EM í Þýskalandi á næsta ári.
Hojlund reif í gjallarhorn eftir leik og hélt ræðu. „Við ætlum á andskotans EM,“ sagði hann meðal annars við stuðningsmenn. Myndband af þessu er hér neðar.
Framherjinn gekk í raðir Manchester United í sumar og eru miklar vonir bundnar við hann. Hann spilaði sinn fyrsta leik gegn Arsenal um þarsíðustu helgi.
🚨🇩🇰 Rasmus Højlund to Denmark fans: “I heard you all game and your passion is everything in football, we are going to the f*cking Euros! F*cking come on!!” @MUFC_Karoline pic.twitter.com/EzRLpkLVpn
— UtdPlug (@UtdPlug) September 10, 2023