Al Ittihad í Sádi-Arabíu reyndi að fá Richarlison til liðs við sig áður en félagaskiptaglugganum þar í landi var lokað á fimmtudag. Telegraph segir frá.
Sádiarabíska félagið hafi reynt að fá Mohamed Salah um nokkurt skeið og hafði Liverpool til að mynda hafnað 150 milljóna punda tilboði.
Þegar ljóst var að Salah kæmi ekki í þessum glugga reyndi Al Ittihad við Rihcarlison og setti sig í samband við fulltrúa hans en tíminn var að lokum of naumur.
Það þykir ansi líklegt að Al Ittihad reyni aftur við Salah í framtíðinni.