Gabriela Cavallin, fyrrverandi kærasta knattspyrnumannsins Antony, hefur sent út yfirlýsingu í kjölfar þess að félag hans Manchester United staðfesti að hann myndi ekki snúa aftur til æfinga nú í upphafi vikunnar.
Cavallin sakar Antony um gróft ofbeldi gagnvart sér, en málið hefur mikið verið í fréttum undanfarið. Þá hafa tvær aðrar konur stigið fram.
United tilkynnti í gær að Antony myndi ekki snúa aftur til æfinga í dag eftir landsleikjahlé eins og aðrir sem ekki spiluðu landsleiki um helgina.
Antony sætir lögreglurannsókn bæði í Manchester og Sao Paulo í heimalandinu, Brasilíu. Hann hafði þegar verið settur til hliðar hjá brasilíska landsliðinu.
Cavallin hefur birt yfirlýsingu á Instagram sem lögfræðingar hennar höfðu gefið út fyrir hennar hönd.
„Vegna þeirra sönnungargagna sem fram hafa komið treystum við á að eftir rannsókn lögreglunnar í bæði Sao Paulo og Manchester verði árásarmanninum refsað fyrir þá glæpi sem hann hefur framið,“ segir þar.
Antony hafnar allri sök.