Declan Rice sagði í nýju viðtali frá fyrsta degi sínum hjá Arsenal eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar.
Miðjumaðurinn kom frá West Ham fyrir meira en 100 milljónir punda og hefur farið vel af stað með Skyttunum í ensku úrvalsdeildinni.
„Ég var smá stressaður á fyrsta degi mínum hjá Arsenal. Svo setti Arteta límmiða á brjóstkassann á mér þar sem stóð: Hæ. Ég er sá nýi,“ segir Rice og hlær.
Rice leið ekki beint betur eftir þetta athæfi knattspyrnustjórans.
„Allir leikmennirnir úr U18 og U21 liðinu voru inni í eldhúsi. Ég gekk um og var að reyna að fela á mér brjóstkassann.“