Hin umdeilda Madelene Wright er snúinn aftur í fótboltann eftir um tveggja ára fjarveru.
Madelene er fyrrum leikmaður Charlton en var rekin þaðan árið 2021.
Hún hafði deilt myndböndum af sér að taka inn hláturgas, sem er ekki vel liðið innan fótboltans. Annað myndband fór í umferð af henni að drekka áfengi á meðan hún brunaði áfram á bifreið sinni. Þriðja myndbandið sýndi svo Madelene stunda kynlíf á meðan hún talaði í símann.
Síðan Madalene var rekin hefur hún grætt á tá og fingri með því að birta efni á OnlyFans, þar sem hún er afar vinsæl.
Nú er hún hins vegar snúin aftur á fótboltavöllinn með enska liðinu Leyton Orient. Hún opinberaði þetta á Instagram.
Wright skoraði í fyrsta leik sínum í endurkomunni gegn Cheshunt í enska bikarnum.
63' WHAT A GOAL!!!
Madeline Wright scores the O's fourth just minutes after coming on to the pitch with an absolute screamer into the top corner!#LOFC 4-2 #CFC pic.twitter.com/eeuKyqeRTl
— Leyton Orient FC Women (@LOFCWomen) September 10, 2023