Antony, leikmaður Manchester United, verður ekki hluti af liðinu á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir.
Man Utd gaf frá sér yfirlýsingu í dag en Antony er ásakaður um ofbeldi og hafa alls þrjár konur stigið fram.
Antony harðneitar sök í málinu en Man Utd sá ekki annan valkost en að meina leikmanninum að æfa með aðalliðinu þar til niðurstaða fæst.
Antony hefur sjálfur tjáð sig eftir ákvörðun félagsins og segir að ákvörðunin hafi verið tekin í sameiningu.
,,Ég hef samþykkt það að fara í leyfi á meðan þessar ásakanir í minn garð eru rannsakaðaer,““ sagði Antony.
,,Þetta var sameiginleg ákvörðun. Ég held enn fram mínu sakleysi og mun gera allt sem ég get til að aðstoða lögregluna.“