Angel di Maria, leikmaður Benfica og Argentínu, hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna á næsta ári.
Það er ESPN í Argentínu sem fullyrðir þessar fregnir en Di Maria á að baki 132 leiki fyrir landsliðið.
Hann skoraði í þeim 29 mörk en hans fyrsti landsleikur var spilaður gegn Paragvæ í undankeppni HM árið 2008.
Di Maria er 36 ára gamall í dag en hann ætlar að klára Copa America með Argentínu 2024 og svo kalla þetta gott.
Eins og frægt er vann Argentína HM í Katar í fyrra og verður Di Maria ekki hluti af liðinu á næsta móti 2026.