fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Kane með falleg skilaboð til vinar síns – ,,Var ekki meðvitaður um hversu erfitt þetta var“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. september 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands, hefur tjáð sig um vin sinn Dele Alli sem ræddi opinberlega um eigin vandamál í viðtali í sumar.

Viðtalið vakti gríðarlega athygli en Dele talaði á meðal annars um það að hann hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi aðeins sex ára gamall.

Dele hefur átt erfitt uppdráttar á knattspyrnuvellinum í langan tíma en hann er leikmaður Everton í dag en lék áður með Tottenham eins og Kane.

Þeir tveir eru góðvinir en Kane hafði ekki hugmynd um hversu mikið vinur sinn þurfti að þola í æsku og á unglingsárunum.

,,Dele var gríðarlega hugrakkur í viðtalinu sem hann gaf. Við höfum þekkst í dágóðan tíma en ég var svo sannarlega ekki meðvitaður um hversu erfitt þetta var fyrir hann,“ sagði Kane.

,,Ég sendi honum skilaboð um leið og benti á hversu mörgum hann væri að hjálpa með því að stíga fram opinberlega.“

,,Ég hitti Dele í sumar en það var fyrir viðtalið, hann virtist í góðu standi. Ég veit að hann er að leggja sig hart fram til að komast í form. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hann aftur á vellinum. Hann er klárlega á betri stað í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“