fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Kane með falleg skilaboð til vinar síns – ,,Var ekki meðvitaður um hversu erfitt þetta var“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. september 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands, hefur tjáð sig um vin sinn Dele Alli sem ræddi opinberlega um eigin vandamál í viðtali í sumar.

Viðtalið vakti gríðarlega athygli en Dele talaði á meðal annars um það að hann hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi aðeins sex ára gamall.

Dele hefur átt erfitt uppdráttar á knattspyrnuvellinum í langan tíma en hann er leikmaður Everton í dag en lék áður með Tottenham eins og Kane.

Þeir tveir eru góðvinir en Kane hafði ekki hugmynd um hversu mikið vinur sinn þurfti að þola í æsku og á unglingsárunum.

,,Dele var gríðarlega hugrakkur í viðtalinu sem hann gaf. Við höfum þekkst í dágóðan tíma en ég var svo sannarlega ekki meðvitaður um hversu erfitt þetta var fyrir hann,“ sagði Kane.

,,Ég sendi honum skilaboð um leið og benti á hversu mörgum hann væri að hjálpa með því að stíga fram opinberlega.“

,,Ég hitti Dele í sumar en það var fyrir viðtalið, hann virtist í góðu standi. Ég veit að hann er að leggja sig hart fram til að komast í form. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hann aftur á vellinum. Hann er klárlega á betri stað í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Veskin galopin fyrir norðan – Ferðin með Gumma Ben og Alberti aðeins hluti upphæðarinnar

Veskin galopin fyrir norðan – Ferðin með Gumma Ben og Alberti aðeins hluti upphæðarinnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“
433Sport
Í gær

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Í gær

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar