Manchester United gerði ekki mistök í sumar með því að fá til sín Rasmus Hojlund frá Atalanta frekar en Evan Ferguson frá Brighton.
Ferguson var um tíma orðaður vð Man Utd en hann skoraði þrennu fyrir Brighton um síðustu helgi og er aðeins 18 ára gamall.
Bæði Ferguson og Hojlund eru taldir vera mjög efnilegir en Louis Saha, fyrrum leikmaður Man Utd, er á því máli að rétt ákvörðun hafi verið tekin.
,,Rasmus Hojlund var rétti leikmaðurinn fyrir Manchester United, frekar en Evan Ferguson,“ sagði Saha.
,,Báðir leikmennirnir eru hæfileikaríkir og spennandi en þegar þú tekur ákvörðun máttu ekki sjá eftir henni.“
,,Ferguson skoraði þrennu um helgina og Hojlund spilaði sinn fyrsta leik, Það er ekkert vit í því að bera þá saman.“
,,Ferguson hefur gert vel fyrir Brighton en nú horfir Man Utd á sinn eigin leikmannahóp og þá leikmenn sem eru til taks.“