Ronaldinho og Javier Saviola minntu svo sannarlega á sig í góðgerðarleik sem fór fram á föstudaginn.
Um er að ræða tvo fyrrum leikmenn Barcelona en Ronaldinho er af mörgum talinn einn sá besti í sögu félagsins.
Saviola skoraði magnað mark eftir samspil við Ronaldinho og er alveg ljóst að þeir eru enn mjög hæfileikaríkir þó aldurinn sé farinn að segja til sín.
Magnað samspil eins og má sjá hér.
Ronaldinho + Saviola. 🇧🇷🇦🇷❤️pic.twitter.com/4U22KVb04M
— Curiosidades Europa (@CuriosidadesEU) September 9, 2023