fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Fyrirliðinn ræðir ömurlegt kvöld Íslands – „Það er ekki hægt að gera svona mörg mistök“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 8. september 2023 21:01

Jóhann Berg. Mynd KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, var skiljanlega svekktur eftir 3-1 tap gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í kvöld.

Ísland þurfti sigur í leiknum og er vonin um að fara á EM í gegnum undankeppnina nú ansi veik.

„Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við gefum þeim forskot á fyrstu mínútunum. Við ætluðum okkur sex stig í þessum glugga. Það voru of mörg mistök í dag,“ sagði Jóhann Berg við Stöð 2 Sport eftir leik.

„Við fáum á okkur þrjú mörk og það er ekki nógu gott. Það er ekki hægt að gera svona mörg mistök í landsliðsfótbolta.“

Ísland mætir Bosníu-Hersegóvínu á mánudag. Liðið þarf að reyna að rífa sig upp þar.

„Við verðum að reyna að gleyma þessum leik eins fljótt og hægt er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona