fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands: Skammarleg frammistaða í Lúxemborg – Flestir fá falleinkunn

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 8. september 2023 20:44

Afleitur leikur hjá Herði. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í kvöld.

Leikurinn byrjaði skelfilega fyrir Strákana okkar sem fengu á sig víti á 8. mínútu eftir klaufagang Harðar Björgvins Magnússonar og Rúnars Alex Rúnarssonar.  Maxime Chanot fór á punktinn og skoraði.

Fyrri hálfleikur var skelfilegur hjá íslenska liðinu og ekki skánuðu hlutirnir mikið í þeim seinni.

Yvandro Borges Sanches tvöfaldaði forystu Lúxemborgar á 70. mínútu eftir slæm mistök Guðlaugar Victors Pálssonar.

Vont varð verra því skömmu síðar fékk Hörður Björgvin sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Hákon Arnar Haraldsson minnkaði muninn fyrir Ísland á 88. mínútu leiksins og liðið fékk von á ný.

Sú von varð hins vegar úti strax í næstu sókn þegar Danel Sinani kom Lúxemborg í 3-1. Það urðu lokatölur.

Hér að neðan eru einkunnir leikmanna Íslands.

Rúnar Alex Rúnarsson – 3
Kannski ekki mikið við hann að sakast almennt en fær á sig klaufalegt víti þó það sé ekki alfarið hans sök.

Valgeir Lunddal Friðriksson – 4
Allt í lagi, ekki gott.

Guðlaugur Victor Pálsson – 3
Gerði afdrifarík mistök í öðru marki Lúxemborgar.

Hörður Björgvin Magnússon – 1
Gjörsamlega skelfilegur leikur hjá Herði. Átti risastóran þátt í því að Ísland fékk á sig víti í byrjun og fær svo rautt spjald í seinni hálfleik.

Kolbeinn Birgir Finnsson – 5
Sýndir fínar rispur inn á milli.

Hákon Arnar Haraldsson – 5
Kom ansi lítið úr honum lengst af en hann skorar mark sem hækkar einkunina aðeins.

Arnór Ingvi Traustason – 4
Það gekk illa að tengja saman spilkafla hjá okkar mönnum og auðvelt að spila í gegnum liðið á köflum.

Jóhann Berg Guðmundsson – 4
Kannski með skárri mönnum hjá íslenska liðinu í kvöld en ekki góður frekar en einhver annar.

Jón Dagur Þorsteinsson (78′) – 5
Sýndi karakter og baráttuvilja sem var fáséður á meðal íslenskra leikmanna í kvöld.

Sævar Atli Magnússon (46′) – 4
Náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Alfreð Finnbogason (78′) – 4
Hafði svosem úr litlu að moða.

Varamenn

Orri Steinn Óskarsson (46′) – 5
Fín innkoma.

Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Í gær

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri
433Sport
Í gær

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029