fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Gekk um með púða í stað þess að klæðast bol

Fókus
Föstudaginn 8. september 2023 11:58

Kanye West og Bianca Censori. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski arkitektinn Bianca Censori heldur áfram að hneyksla með klæðavali sínu. Það er reyndar erfitt að segja til um hvort það sé hægt að kalla þetta „klæðaval“ þar sem arkitektinn gekk berbrjósta um með púða fyrir bringu og kvið.

Bianca hefur komist mörgum sinnum í heimsfréttirnar eftir að hún byrjaði með rapparanum Kanye West. Þau hafa verið saman síðan byrjun árs 2023 og eru sögð hafa gifst við leynilega athöfn um miðjan janúar.

Undanfarnar vikur hafa hjónin verið á ferð um Ítalíu og vakið talsverða athygli. Fataval Biöncu hefur verið á milli tannanna á fólki og margir hafa kallað eftir því að hún verði handtekin.

Sjá einnig: Vilja að eiginkona Kanye West verði handtekin fyrir ósiðlæti á almannafæri

Þau voru einnig sett í lífstíðarbann eftir ósæmilegt atvik á bát.

Parið hefur ekki látið allt umtalið stoppa sig og hafa haldið áfram að gera það sem þau gera best, klæðast furðulegum fötum og vekja athygli hvert sem þau fara.

Bianca virtist hafa slegið nýtt met í gær í einkennilegu klæðavali þegar hún gekk um götur Flórens í Ítalíu í ljósum sokkabuxum og hélt á fjólubláum kodda í stað þess að vera í bol. Úr fjarlægð leit hún út fyrir að vera nakin, aðeins með koddann til að hylja sig.

Samkvæmt vitnum sem DailyMail ræddi við, hélt Bianca koddanum þétt upp að sér allan tímann. Á meðan var Kanye í svörtu frá toppi til táar og með andlitið hulið með trefli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli