Sofyan Amrabat leikmaður Manchester United er meiddur og hefur vegna þess þurft að draga sig út úr landsliðshópnum hjá Marokkó.
United fékk Amrabat frá Fiorentina á láni á lokadegi félagaskiptagluggans.
Í læknisskoðun komst United að því að Amrabat væri að glíma við meiðsli í baki en ákvað að líta framhjá þeim.
Amrabat hefur nú farið heim úr verkefni landsliðsins vegna meiðsla en óvíst er hversu alvarleg þau eru.
United er að glíma við mikið af meiðslum þessa dagana og meiðsli Amrabat eru þau nýjustu sem plaga Erik ten Hag.