Gabriella Cavallin, fyrrum unnusta Antony hjá Manchester United er ekki eina konan sem heldur því fram að haf verið beitt grófu ofbeldi af knattspyrnukappanum.
Nú hafa tvær konur til viðbótar í Brasilíu stigið fram og segjast hafa orðið fyrir ofbeldi frá Antony.
Viðtal við Ingrid Lana mun birtast í Brasilíu á sunnudag þar sem hún sakar hann um ofbeldi í sambandi þeirra.
Þriðja konan fór svo til lögreglu sumarið 2022, skömmu áður en hann varð leikmaður United.
Sú kona heldur því fram að Antony og önnur kona hafi ráðist á sig í Sao Paulo í maí það árið, hún fór á spítala með sjáanlegan meiðsli samkvæmt fréttum.
Lögreglan skoðaði málið en formleg rannsókn fór ekki af stað líkt og nú er í gangi vegna ásakana Cavallin.