Wayne Rooney gæti verið að snúa aftur í enska boltann en hann er sagður efins um þá vegferð sem DC United er á.
Samningur Rooney við DC United rennur út í desember.
Rooney er 37 ára gamall en Birmingham á Englandi hefur áhuga á að fá Rooney til starfa.
John Eustace hefur gert mjög vel með Birmingham í upphafi móts en honum er sagt standa til boða að taka við Rangers í Skotalndi.
Því er Birmingham farið að skoða mögulegan arftaka en Rooney var áður þjálfari Derby og gerði vel áður en hann fór til Bandaríkjanna.
Rooney átti frábæran feril sem leikmaður en hefur snúið sér að þjálfun, fjölskylda hans býr á Englandi og gæti það heillað Rooney að snúa aftur heim.