fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Vanda vill ekki tjá sig um það hvort sögur um að hún íhugi að hætta séu sannar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. september 2023 19:00

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ vill ekki svara því hvort hún ætli að hætta sem formaður KSÍ þegar ársþing sambandsins fer fram á næsta ári.

433.is sendi fyrirspurn á Vöndu eftir að hafa fengið nokkrar ábendingar þess efnis að Vanda væri að íhuga það að gefa ekki kost á sér á næsta ársþingi.

Vanda var kjörinn til bráðabirgða haustið 2021 og vann svo frábæran sigur á ársþingi sambandsins árið 2022.

Formaður er aðeins kjörinn til tveggja ára og hefur blaðamaður átt nokkur samtöl við fólk í hreyfingunni sem rætt hefur málið við Vöndu. Hefur hún tjáð fólki að hún sé ekki búin að gera upp hug sinn.

„Mér finnst ekki tímabært að „kommenta“ á þetta núna, svona í byrjun september og þing í lok febrúar,“ segir Vanda í svari við fyrirspurn 433.is þess efnis.

Vanda er fyrsta konan sem gegnir embætti formanns KSÍ en ætla má að Vanda gefi það út á næstu vikum hvort hún ætli að hætta í starfinu eða sækjast eftir endurkjöri á ársþingi sambandsins á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Í gær

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“