Ruben Reyes, yfirmaður knattspyrnumála hjá Getafe segir að félagið aðeins horft í það að Mason Greenwood væri knattspyrnumaður sem hægt væri að fá.
Félagið hafi ekki horft í það að hann hefði verið sakaður um ofbeldi fyrir rúmu ári síðan. Manchester United vildi ekki sjá það að spila Greenwood vegna þess en Getafe tók hann á láni.
„Við gerðum það sem við gerum, fengum leikmann sem hægt var að fá. Það var engin ástæða fyrir okkur að hugsa út í mál utan vallar,“ segir Reyes en Getafe hefur mátt þola gagnrýni vegna málsins.
„Við höfum fengið knattspyrnumann sem er bara eins og aðrir sem við fengum í sumar. Við vinnum bara okkar vinnu.“
Reyes segir Getafe hafi unnið mikla vinnu til að fá Greenwood. „Hann verður hérna allt tímabilið, við vorum sannfærðir um að hann væri rétti leikmaðurinn.“
„Við unnum mikið í þessu, ræddum við fjölskyldu hans. Við töluðum við pabba hans, til að reyna að fá þetta í gegn.“
„Við náðum að sannfæra hann um að koma, hann treysti okkur.“