Chelsea hefur beðið Mykhailo Mudryk, kantmann félagsins um að hætta að lyfta svona mikið. Telja þjálfarar Chelsea að hann sé of þungur þessa dagana.
Mudryk er sagður æfa rosalega mikið og taka mikið af æfingum utan þeirra æfinga sem Chelsea skipuleggur.
Mudryk kom til Chelsea í janúar á 88 milljónir punda en hefur svo sannarlega ekki fundið sig eftir komuna til London.
Mudryk hefur byrjað átta leiki fyrir Chelsea og ekki tekist að skora mark.
Hann hefur hins vegar haldið áfram að æfa mikið en of mikið að mati þjálfarateymis Chelsea sem biður hann um að slaka á.
Mudryk er kraftmikill kantmaður frá Úkraínu en hann valdi að fara til Chelsea frekar en Arsenal.