Bæna- og ljósastund verður haldin annað kvöld til minningar um Violetu Mitul, 26 ára gamla knattspyrnukonu félagsins, sem lést af slysförum á Vopnafirði aðfaranótt 4. september. Einherji á Vopnafirði selur friðarkerti og rennur allur ágóði sölunnar til fjölskyldu Violetu.
Sjá einnig: Nafn konunnar sem lést á Vopnafirði – „Hún var traustur liðsmaður“
Friðarkerin kosta 2.000 krónur tvö saman í pakka.
Kertin eru til sölu í Facebook-hópi Einherja og í vallarhúsinu á Vopnafirði á morgun, fimmtudaginn 7. september kl. 16 – 17.
Einherji býður jafnframt einstaklingum utan Vopnafjarðar að kaupa kerfi. „Við sjáum svo um að kveikja á kertunum og koma þeim fyrir á góðum stað til minningar um Violettu.“
Söfnunarreikningur fyrir fjölskyldu Violetu hefur verið stofnaður í nafni félagsins:
Reikningur: 0178-05-000594
Kennitala: 610678-0259