fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

KSÍ sektar Breiðablik um hundrað þúsund krónur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. september 2023 18:15

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 5. september 2023, var tekin fyrir skýrsla frá eftirlitsmanni á leik Víkings R. og Breiðabliks í Bestu deild karla sem fram fór þann 27. ágúst sl. Eftirfarandi kemur m.a. fram í úrskurðinum:

„Að virtri greinargerð knattspyrnudeildar Breiðabliks og öðrum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkoma knattspyrnuliðs Breiðabliks í aðdraganda leiks Víkings R. og Breiðabliks í Bestu deild karla þann 27. ágúst sl. hafi verið óásættanleg og falli undir ákvæði 5.10 í lögum KSÍ. Það er afstaða nefndarinnar að með framkomu þeirri sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns hafi Breiðablik virt að vettugi a.m.k. fjórar reglur um framkvæmd knattspyrnuleikja samkvæmt Handbók leikja 2023. Í handbókinni að finna reglur, ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja í meistaraflokki sem samþykkt var af stjórn KSÍ 29.03.2023.

Handbók leikja sækir stoð sína í heimild í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, um að stjórn KSÍ setji nánari reglur og leiðbeiningar um einstök mót, sbr. grein 1.4. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Er aga- og úrskurðarnefnd heimilt að beita viðurlögum samkvæmt lögum og reglugerðum KSÍ gagnvart m.a. aðildarfélögum KSÍ vegna brota þeirra á lögum KSÍ, reglugerðum KSÍ og öðrum reglum, sbr. grein 2.3. reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Með vísan til greinar 5.10., sbr. k lið 44.1. greinar í lögum KSÍ ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ því að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks vegna framkomu knattspyrnuliðs deildarinnar í mfl. karla í aðdraganda leiks Víkings R. og Breiðabliks þann 27. ágúst sl. Þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar Breiðabliks hæfilega ákveðin kr. 100.000.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar