Borghildur Sigurðardóttir formaður fjárhags- og efnahagsnefndar og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri kynntu sex mánaða uppgjör sambandsins á síðasta fundi stjórnar.
Þar kemur fram að tap verði á rekstri sambandsins á þessu ári en tekjurnar eru á svipuðu reiki og reiknað var með en útgjöld eru meiri.
„Borghildur Sigurðardóttir formaður fjárhags- og efnahagsnefndar og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri kynntu sex mánaða uppgjör og spá um niðurstöðu ársins, þar sem gert er ráð fyrir tapi á rekstri,“ segir í fundargerð KSÍ.
Arnar Þór Viðarsson var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara karla og fékk væna summu greidda út og þá er Age Hareide tekinn við og fær veglegan tékka fyrir að stýra liðinu.
„Í lokaspá er gert ráð fyrir að tekjur ársins verði nánast á áætlun en kostnaður verði yfir áætlun, meðal annars vegna úrslitakeppna U19 karla og kvenna, þjálfaraskipta hjá A landsliði karla og kostnaðar við þrif,“ segir í fundargerðinni.
Segir að það séu mikil vonbrigði að KSÍ hafi ekki fengið styrk frá ÍSÍ. „Það eru mikil vonbrigði að ekki hafi fengist styrkur úr afrekssjóði ÍSÍ vegna lokakeppna U19 ára landsliða.“