fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Ölgerðin segir Eimskip hafa svikið sig

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. september 2023 13:30

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttatilkynningu frá Ölgerðinni segir að fyrirtækið lýsi miklum vonbrigðum með þær upplýsingar sem fram komu í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna ólögmæts samráðs skipafélaganna Eimskipa og Samskipa. Ölgerðin segist vera að skoða möguleikann á að sækja skaðabætur vegna málsins.

Í tilkynningunni segir enn fremur að í gögnum Samkeppniseftirlitsins komi m.a. fram að þegar Ölgerðin gerði athugasemdir við verðhækkanir Eimskipa vegna flutningsþjónustu fyrir fyrirtækið árið 2009 og fór í framhaldinu í útboð um flutningana, hafi fyrirtækin tvö ekki aðeins haft samráð um málið, heldur hafi verið lagt fram sýndartilboð og verðið síðan hækkað enn frekar.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar segir:

Þær upplýsingar sem fram komu í rannsókn Samkeppniseftirlitsins eru reiðarslag fyrir íslenska neytendur, svik við okkur sem einn stærsta viðskiptavin Eimskipa á þessum tíma, svik við viðskiptavini okkar og afhjúpar viðskiptahætti sem eru okkur algjörlega óskiljanlegir.

Það er deginum ljósara að samráð skipafélaganna hefur valdið okkur og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni og við erum að skoða þann möguleika að sækja skaðabætur í ljósi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“